13. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 4. nóvember 2014 kl. 10:00


Mættir:

Ögmundur Jónasson (ÖJ) formaður, kl. 10:00
Brynjar Níelsson (BN) 1. varaformaður, kl. 10:00
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ) 2. varaformaður, kl. 10:00
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 10:00
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 10:00
Karl Garðarsson (KG), kl. 10:00
Sigrún Magnúsdóttir (SigrM), kl. 10:00
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 10:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 10:00

Pétur H. Blöndal var fjarverandi.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:00
Frestað.

2) Samantekt á skipulagi lögreglu við mótmælin 2008-2011. Kl. 10:00 - Opið fréttamönnum
Á fundinn komu Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, Jón H. B. Snorrason aðstoðarlögreglustjóri, Rannveig Einarsdóttir yfirmaður upplýsinga og áætlunardeildar LRH og Egill Bjarnason yfirlögregluþjónn. Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri gerði grein fyrir efni skýrslunnar og svaraði spurningum nefndarmanna ásamt öðrum gestum.

Nefndarmönnum í allsherjar- og menntamálanefnd var boðið að sitja dagskrárliðinn.

3) Önnur mál Kl. 11:00
Formaður kynnti drög að frumvarpi til sérlaga um endurupptöku vegna látinna dómþola í máli nr. 214/1978 fyrir Hæstarétti, svokölluð Guðmundar- og Geirsfinnsmál.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:10